Krás götumarkaður opnar á laugardaginn

21 júlí, 2016 Fréttir
11863259_901236726578292_4394817767500939844_n

Næstkomandi laugardag, 23. júlí, opnar KRÁS götumarkaður í Fógetagarðinum. Þetta er í fimmta sinn sem KRÁS er haldin en markaðurinn verður opinn á laugardögum og sunnudögum þar til honum lýkur á Menningarnótt þann 20. ágúst. Þau Gerður Jónsdóttir og Ólafur Örn Ólafsson eru hugmyndasmiðir og verkefnastjórar götumarkaðarins, en þessi hátíð sælkeranna er unnin í samvinnu við Reykjavíkurborg. Útlit markaðarins er hannað af Baldri Helga Snorrasyni arkitekt, Snorra Þórðarsonar Reykdal húsgagnasmiði og Jóni Helga Hólgeirssonar iðnhönnuði en þess ber að geta að þeir hlutu hönnunarverðlaun Grapevine sem bjartasta vonin fyrir útlit KRÁS markaðarins 2013. Markmiðið með markaðinum er að gera Reykjavík að skemmtilegri matarborg. Þar sameinast kokkar frá allri veitingaflórunni og útbúa götumat undir berum himni, sem hægt er að borða á staðnum og njóta um leið fjölbreitts drykkjarúrvals, en einnig er hægt að taka matinn með sér heim. Miðborgin Okkar hlakkar til að njóta trakteringanna á KRÁS í sumar.

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki