Krás í Fógetagarði, tónlist á Ingólfstorgi, Drusluganga á Austurvelli, Bazar á Bernhöftstorfu, Sumarjazz á Jómfúartorgi – og er þá fátt eitt talið.

Laugardagurinn 25. júlí er sólríkur og það stefnir í mikinn fjölda fólks í miðborginni. Skúli fógeti kynni vel að meta atgervisfólkið sem nú er á fullu að undirbúa matarmarkaðinn Krás sem opinn er sérhvern laugardag á Fógetatorginu. Ingólfur landnámsmaður kynni vel að meta haganlega fyrir komnum útihúsgögnum, hljóðkerfi og sviði sem komið hefur verið fyrir á Ingólfstorgi þar sem tónlistarmaðurinn Eyþór Ingi Júníor býður til tónlistarveislu alla fimmtudaga, föstudag og laugardaga frá kl. 15:00. Jón Sigurðsson forseti kynni vel að meta vitundarvakninguna sem framundan er á Austurvelli í dag eftir að Druslugöngunni lýkur en gangan hefst kl. 14:00 frá Hallgrímskirkju. Daníel Bernhöft bakari kynni vafalítið vel að meta steminguna á Bernhöftstorfunni þar sem Bazarinn blómstrar – gegnt Lækjartorgi þar sem jafnframt ríkir mikil útistemning. Smörrebröds-Jómfrúin Jakob Jakobsson er síðan hrókur alls fagnaðar í eigin Sumarjazzveislu á Jómfrúartorginu við Lækjargötu en þar leikur frá kl. 15:00 í dag Jazzkvartett Snorra Sigurðssonar, *J-S-S*. Hann skipa þeir Snorri Sigurðarson trompetleikari, Ásgeir J. Ásgeirsson gítarleikari, Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari og Scott McLemore á trommur.

Er þá fátt eitt talið því Laugavegurinn, Hverfisgatan, Skólavörðustígurinn, Kvosin, Gamla höfnin, Grandi, Harpan – og miðborgin öll iðar af sumarlífi og fjöri.

Góða skemmtun!

IMG_5437post1_midmenningarnott11544516_864716430250824_1830250838198976765_n-810x5401378304657-promo1
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.