Kraum flytur í Bankastræti 7

Screen Shot 2016-05-06 at 20.57.04Screen Shot 2016-05-06 at 20.38.59Verslunin Kraum, ein glæsilegasta hönnunarverslun landsins, flutti í Bankastrætið þann 5.maí sl. og var blásið til mótttöku af því tilefni. Verslunin sem var áður í einu elsta húsi Reykjavíkur að Aðalstræti 10, verður framvegis á neðri hæð verslunarinnar Cintamani að Bankastræti 7 en í þessu húsi var um árabil fataverslun Sævars Karls á árum áður. Svo vill til að Cintamani opnar nýja verslun að Aðalstræti 10, en húsið er í eigu Minjaverndar. Fjölmargir mættu og glöddust með starfsfólki og eigendum Kraums. Á annarri myndinni hér sést Þórey Heiðarsdóttir afgreiðslumær taka á móti blómum í tilefni dagsins en á hinni býður Anna María Jónsdóttir verslunarstjóri gesti velkomna.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.