Kumiko lifir góðu lífi

21 apríl, 2017 Fréttir
Kumiko-Opening-3-1024x561

Te- og kaffihúsið Kumiko er staðsett úti á granda í húsi þar sem áður var Grandakaffi. En húsnæðinu var gerbreytt fyrir opnun staðarins. Mumiko opnaði síðasta haust og hefur notið mikilla vinsælda sem fara æ vaxandi. Tehúsið einkennist af japönskum Manga teiknimyndum, litadýrð og forvitnilegum veitingum. Þar er boðið uppá tuttugu mismunandi tegundir af tei, kaffi, litríkar og gómsætar kökur, enskar skonsur með matcha bragði, salöt og sérpantaðar tertur.

Kumiko er hugarfóstur hinnar svissnesku Söru Hochuli en hún er frumkvöðull og listakona sem elskar Japan og Ísland. Hún er sjálfmenntaður bakari en nýstárlegar tertur hennar hafa vakið heimsathygli. Í sköpunarverkum sínum sameinar Sara grafíska hönnun og töfrandi samsetningar á ýmiskonar brögðum. Þess ber að geta að meðlimir Rolling Stones eru meðal fastra viðskiptavina Söru.

Sara hefur komið víða við. Meðal annars hannaði hún Swatch-úr sem seldist upp á mettíma. Þá hefur Matcha súkkulaðið sem hún bjó til fyrir súkkulaði- og kökugerðarfyrirtækið Beschle í Basel í Sviss, m.a. unnið tvö alþjóðleg verðlaun og er selt í yfir 14 löndum.

Kumiko er einstakur staður með frábærri þjónustu og ævintýralegum veitingum. Miðborgin Okkar mælir með að reka þar inn nefið.

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá fyrirtæki