Í sumar verður unnið að miklum endurbótum á Hverfisgötu, Frakkastíg og Klapparstíg. Hjólastígar verða lagðir, gangstéttar endurnýjaðar og hitalögnum komið fyrir. Reykjavíkurborg boðar til kynningarfundar um framkvæmdirnar í Tjarnarbíói miðvikudaginn 15. maí kl. 17.15.
Göturnar verða opnar fyrir umferð gangandi og hjólandi allan framkvæmdatímann. Fyrst verður unnið í akbrautinni og á meðan er fært um gangstéttarnar og þegar akbrautin hefur verið malbikuð verður hún opin gangandi og hjólandi. Meðan unnið er að endurnýjun gangstétta verður göngubrúm komið fyrir eftir þörfum til að halda opnu aðgengi að húsum. Umferð bíla verður beint um hjáleiðir og til að raska þeirri umferð sem minnst er framkvæmdunum á Hverfisgötu skipt í tvo áfanga. Vinna hefst í júlí á Frakkastíg og á Hverfisgötu frá Vitastíg niður að Vatnsstíg, en frá Vatnsstíg að Klapparstíg ekki fyrr en 26. ágúst. Strætó verður á framkvæmdatíma beint um Sæbraut og verða biðskýli sett upp þar til bráðabirgða.
Framkvæmdirnar eru löngu orðnar tímabærar og taka Hverfisgata og Frakkastígur stakkaskiptum í sumar:
Nánar um framkvæmdirnar er að finna á upplýsingasíðum í Framkvæmdasjá Reykjavíkur:
Útlitsmyndir og tenglar eru í frétt á vef Reykjavíkurborgar >>> http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-757/521_read-35976