LA BARCELONETA gerir alvöru katalónskar paellur og tapas sem er innblásin af veitingastöðunum í Barceloneta, gamla fiskimannahverfinu við ströndina í Barcelona. Þeir voru kallaðir „Chiringuitos“ eða „Merenderos“ – litlu stöðunum sem spruttu upp í kofum og gömlum húsum við sandborna ströndina alla 20. öldina og voru ómissandi hluti af lífinu við sjóinn. Eftir sólbað og sjósund settist fólkið niður og naut lífsins saman yfir rjúkandi paellu, svalandi sangríu og smáréttum. Chiringuitos-staðirnir eru flestir farnir en Paellan lifir enn góðu lífi, ekki bara sem matur heldur miðpunkturinn í samveru og góðri veislu.