Langi laugardagurinn 1.júní er hafsækinn hjóladagur

 

Prúðbúnir hjólreiðamenn í fyrra.
Tweed Ride Reykjavík fer fram í annað sinn á næsta Langa laugardaginn 1. júní nk. en tilgangurinn er að hittast og njóta þess að hjóla saman um miðbæ Reykjavíkur – í fötum í anda 5. og 6. áratugar síðustu aldar.

Dagskráin hefst kl. 14 en þá er mæting hjá Hallgrímskirkju. Eftir hópmyndatöku verður hjólað um miðbæinn og endað á KEX hosteli þar sem veitt verða verðlaun fyrir best klædda herramanninn, best klæddu dömuna og fallegasta hjólið.

Sjötíu manns tóku þátt í Tweed Ride Reykjavík í fyrra og að sögn skipuleggjenda tókst einstaklega vel til.

Sama dag er Fiskisúpudagur á laugavegi og Hátíð hafsins við Gömlu höfnina og Granda og því nóg um að vera þennan dag.

 

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.