HM risaskjár NOVA á Ingólfstorgi heldur áfram að draga að sér fólk, vatnaboltar á Lækjartorgi eiga vaxandi vinsældum að fagna og “nýju” torgin Skólatorg, Laugatorg og Barónstorg verða í vaxandi mæli vettvangur tónleikahalds. Torgin fimm verða full af lífi á Löngum laugardegi 5 .júlí, en hljómsveitin White Signal mun leika órafmagnaða tónlist á hinum þremur síðastnefndu frá kl. 14:00 – 17:00.