Framundan er Langur laugardagur, 6.september. Jaðarsportmót verður haldið á Ingólfstorgi. Lifandi tónlist mun hljóma þar, á Laugavegi og Skólavörðustíg. Verslanir verða opnar til 17:00 og margar mun lengur.
Hausttískuna í sínum fjölbreytilegustu birtingarmyndum er víða að finna í miðborginni, skart, gjafavöru af ýmsum toga, allt fyrir skólann og reyndar nánast allt milli himins og jarðar. Hverfisgötunni vex nú ásmegin frá viku til viku og fjölgar þar sífellt spennandi valkostum í verslun, veitingamennsku og þjónustu almennt.