Langur laugardagur á Þrettándanum.

Laugardagurinn 6.janúar er Langur laugardagur og jafnframt Þrettándinn en við hann miðast jafnan endalok jólanna. Reyndar eru allir laugardagar orðnir að Löngum laugardögum hjá vaxandi fjölda rekstraraðila og eru þar bókaverslanir og minjagripaverslanir fremstar í flokki.

Fjöldi verslana auglýsir útsölur um þessar mundir eða býður upp á sértilboð af einhverjum toga. Það er jafnan líf og yndi í miðborginni á Löngum laugardögum, víða heyrist lifandi tónlist og jólastemningin er enn í loftinu – alltént til loka Þrettándans. Jólalýsing og skraut fær þó jafnan að standa fram í febrúarbyrjun enda veitir ekki af því að létta á skammdegismyrkrinu. Brennur og uppákomur eru um alla borgina á Þrettándanum.

.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík