Fyrsti laugardagur í febrúar blasir við okkur – Langur laugardagur. Borgin er skreytt fögrum litum og munstrum sem aldrei fyrr; Vetrarhátíð er hafin – hin mikla ljósaveisla hávetrarins. Listsýningar um alla miðborg, tónleikar og viðburðir skreyta mannlífið þessa dagana. Þetta er tími til að kynnast borginni sinni og njóta.