Langur laugardagur í jólabúningi

Langi laugardagurinn 6.desember verður í jólabúningi og á vappi verða sönghópar og vættir, þ.m.t. tískuþrællinn Leppalúði sem mun syngja með sínu nefi.

Nýir jólaopnunartímar hafa verið kynntir á midborgin.is og er verið að dreifa veggspjöldum með opnunartímum í verslanir og veitingahús. Lengdur opnunartími hefst 11. desember og stendur til jóla með einni undantekningu á sunnudeginum 14.desember.

Á Jóladagatali Miðborgarinnar okkar opnast nýr tilboðsgluggi á hverjum degi sem undirstrikar vöruúrvalið í miðborginni sem aldrei hefur verið meira.

Midborg_FB_Puko&Smart Suomi_PRKL_gluggi
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík