Langur laugardagur markar upphaf aðventunnar

Í dag, laugardaginn 2.desember, er Langur laugardagur í miðborginni, verslanir eru opnar lengur en ella og líf og fjör á hverju horni.
Skautasvell Nova á Ingólfstorgi verður opið allan desembermánuð og úrvalið í verslunum miðborgarinnar hefur aldrei verið meira. Fjöldi viðburða, tónleika og skemmtiefnis af ýmsum toga er annálaður á þessum árstíma og það er einkar ánægjuríkt að upplifa jólasteminguna í mannhafi ólíkra þjóðerna, fólks sem sækir hingað í stórauknum mæli í aðdraganda jólanna.Screen Shot 2017-12-02 at 10.27.48

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík