Þriðji mánudagur ársins er í enskumælandi heimi kallaður blár mánudagur (blue monday) en hugmyndin kom fram árið 2005 í Bretlandi þar sem vísindamenn settu saman umdeilda jöfnu sem sýna átti fram á að téður mánudagur væri leiðinlegasti dagur ársins. Ekki var þó ástæða til annars fyrir Reykvíkinga en að sýna af sér kæti í gær, þar sem himininn yfir borginni skartaði sínu fegursta og veður var bjart og stillt.
Grapewine birti þessa mynd af Hörpunni eftir Art Bicknick, sem og fleiri sem sjá má hér: