Leikreglum breytt á efsta hluta Laugavegar

Gildandi reglum um skiptingu rýma milli verslana og veitingahúsa hefur verið breytt á tveimur hesltu verslunargötum Reykjavíkur. Til skamms tíma hafa gilt þær reglur að 70% rýma skuli nýta til verlsunar á Laugavegi og á Skólavörðustíg en nýverið tóku gildi nýjar reglur á efsta (eystasta) hluta Laugavegs að Barónsstíg að allt að 50% rýma sé heimilt að nýta til verslunarreksturs. Sama gildir um miðbik Skólavörðustígs. Þetta kom fram í umfjöllun Morgunblaðsins 11.febrúar sl. og er vafalítið frekari fregna að vænta af þróunarmálum miðborgarinnar á þeim vettvangi.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.