Listasýning Katrínar Matthíasdóttur í Norræna húsinu

Línuritið-80x120cm-640x557

Listasýning Katrínar Matthíasdóttur opnaði í Norræna húsinu um helgina og stendur til 8. febrúar. Katrín sýnir annars vegar pottrett myndir af drengjunum hennar þremur og hins vegar myndir sem vísa til heimsváar, misskiptingu, mengunnar og loftslagsbreytinga. Verkin eru áleitin og hugsuð til að vekja áhorfandann til umhugsunar um sameiginlega ábyrgð okkar allra á framtíðinni og er undirtónn sýningarinnar hvati til breytinga. Eitt verkið var fengið að láni frá Alþingi en það var gefið þáverandi ríkisstjórn í tilefni Loftslagsgöngunnar í Reykjavík 2015 sem áminning og hvatning til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Verkið minnir áhorfandann á hin ógnvænlegu sannindi um hlýnun jarðar en á myndinni eru þrjú börn, tvö sem horfa á línurit um aukningu koltvísýrings og það þriðja sem horfir spyrjandi á áhorfandann.

Heimasíða listakonunnar er:
http://katrinmatth.wixsite.com/kata

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.