Rekstraraðilar við Gömlu höfnina og á Grandanum bjóða upp á jólalegt og notalegt andrúmsloft laugardaginn 5. desember með lengdri opnun verslana og þjónustu til kl. 21:00. Hægt verður að gera góð kaup fyrir jólin og njóta um leið léttra veitinga og tónlistar.
Mikið úrval verður í boði af góðum afsláttum og hátíðlegri stemningu við sjóinn svo sem ljúfir jólatónar,
veitingar, drykkir. smákökur og skemmtilegar uppákomur.
Eftirtaldir aðilar bjóða upp á sitthvað skemmtilegt:
Aurora Reykjavík – Norðurljósasafnið:
Margrét Arnardóttir heldur harmonikku jólatónleika kl. 16:00 á safninu og frír aðgangur fyrir gesti og gangandi að kíkja í heimsókn og skoða safnið.
Boho:
20-50% afsláttur af jólavörum!
Cafe Haiti:
Jólakaffi, jólakakó eða jólaglögg á 600 kr. ásamt ýmisskonar smakki.
Case Grande: 2 fyrir 1 á matseðli frá 12:00 – 15:00
Farmers Market:
Tilboð á völdum vörum!
Höfnin veitingahús: býður öllum matargestum upp á piparkökur og heitt jólaglögg, bæði áfengt og óáfengt.
Jens Gullsmiður:
Hvítvín og Konfekt ásamt flottri þjónustu og innpökkun
Kaffi Slippur:
Ilmandi kaffi/kakó og brownie tilboð – 850 kr.
Kopar Veitingastaður:
2 fyrir 1 af jólahlaðborðseðli í hádeginu (12:00-14:30)
Krínolín: 20% af öllum slám – 10% afsláttur af öðrum vörum.
Löður: 20% afsláttur af hraðþrifum á milli 8:00 – 19:00 (Létt innanþrif á bílnum þínum)
Whales of Iceland – Hvalasýningin: 15% afsláttur af miðaverði og auk þess verður boðið upp á frítt kaffi og te sem og heitt súkkulaði.
17 Sortir: Köku og Vínsmakk ásamt tilboði á smákökum.
Old Harbour Souvenirs & Design: býður gestum og gangandi upp á heitt kakó og piparkökur. ICELAND BY AXEL kynnir vörur sínar frá kl. 15:00-17:00 og íslenskar prjónakonur sýna gestum handtökin yfir daginn. 20% afsláttur af öllum vörum.
Veitingahúsið Mar:
Heitt kakó og piparkökur á 500 kr., kjötsúpa á 990 kr. og 2 fyrir 1 af fisk dagsins(11:30-18:00).
Reiðhjólaverslunin Berlin: Tilboð á völdum vörum og býður gestum og gangandi upp á heitt kakó, glúhwein og wehnachsstollen.
Reykjavík Sea Adventures: 45% afsláttur af sjóstangaveiðiferðum og lundaskoðunarferðum. Auk þess verður í boði ferðaleikurinn þeirra skemmtilegi þar sem heppinn vinningshafi fær sjóstangaveiði fyrir sig og fjölskylduna.
Sjóminjasafnið í Reykjavík:
2 fyrir 1 af aðgangseyrir frá kl. 17-21 og leiðsagnir fyrir fjölskylduna kl. 17-19. Í safnbúðinni verður 15% afsláttur. Komið og gerið góð kaup!
Sægreifinn: 15% afsláttur milli kl. 11:30 og 14 og á sama tíma mun harmónikkuleikarinn Þorvaldur Jónsson leika á nikkuna fyrir gesti.
Verbúð 11:
býður gestum upp á piparkökur, jólaglögg og fleira góðgæti.
Bryggjan Brugghús:
2 fyrir 1 af Brunch og öllum drykkjum(hefst 10:30 og er til 15:00). HappyHour til 19:00. Bergur Bruggmeistari verður á svæðinu frá 11-17 og situr fyrir svörum ásamt því að kynna brugghúsið.
Ísbúðin Valdís: Fjölbreytt úrval jólaísa í tilefni Litlu Jólanna á höfninni!
Bergsson RE: Jólabröns á hlaðborði frá kl. 11:00-16:00.
Laugardagurinn 5. desember er Langur laugardagur markar fyrstu sameiginlegu litlu jólin við Gömlu höfn og Granda.
Endilega láttu sjá þig!