Litlu jólin við Gömlu höfn og Granda laugardaginn 5.desember

1 desember, 2015 Fréttir

Rekstraraðilar við Gömlu höfnina og á Grandanum bjóða upp á jólalegt og notalegt andrúmsloft laugardaginn 5. desember með lengdri opnun verslana og þjónustu til kl. 21:00. Hægt verður að gera góð kaup fyrir jólin og njóta um leið léttra veitinga og tónlistar.

Mikið úrval verður í boði af góðum afsláttum og hátíðlegri stemningu við sjóinn svo sem ljúfir jólatónar,
veitingar, drykkir. smákökur og skemmtilegar uppákomur.
gamla_hoafnin
Eftirtaldir aðilar bjóða upp á sitthvað skemmtilegt:

Aurora Reykjavík – Norðurljósasafnið:
Margrét Arnardóttir heldur harmonikku jólatónleika kl. 16:00 á safninu og frír aðgangur fyrir gesti og gangandi að kíkja í heimsókn og skoða safnið.

Boho:
20-50% afsláttur af jólavörum!

Cafe Haiti:
Jólakaffi, jólakakó eða jólaglögg á 600 kr. ásamt ýmisskonar smakki.

Case Grande: 2 fyrir 1 á matseðli frá 12:00 – 15:00

Farmers Market:
Tilboð á völdum vörum!

Höfnin veitingahús: býður öllum matargestum upp á piparkökur og heitt jólaglögg, bæði áfengt og óáfengt.

Jens Gullsmiður:
Hvítvín og Konfekt ásamt flottri þjónustu og innpökkun

Kaffi Slippur:
Ilmandi kaffi/kakó og brownie tilboð – 850 kr.

Kopar Veitingastaður:
2 fyrir 1 af jólahlaðborðseðli í hádeginu (12:00-14:30)

Krínolín: 20% af öllum slám – 10% afsláttur af öðrum vörum.

Löður: 20% afsláttur af hraðþrifum á milli 8:00 – 19:00 (Létt innanþrif á bílnum þínum)

Whales of Iceland – Hvalasýningin: 15% afsláttur af miðaverði og auk þess verður boðið upp á frítt kaffi og te sem og heitt súkkulaði.

17 Sortir: Köku og Vínsmakk ásamt tilboði á smákökum.

Old Harbour Souvenirs & Design: býður gestum og gangandi upp á heitt kakó og piparkökur. ICELAND BY AXEL kynnir vörur sínar frá kl. 15:00-17:00 og íslenskar prjónakonur sýna gestum handtökin yfir daginn. 20% afsláttur af öllum vörum.

Veitingahúsið Mar:
Heitt kakó og piparkökur á 500 kr., kjötsúpa á 990 kr. og 2 fyrir 1 af fisk dagsins(11:30-18:00).

Reiðhjólaverslunin Berlin: Tilboð á völdum vörum og býður gestum og gangandi upp á heitt kakó, glúhwein og wehnachsstollen.

Reykjavík Sea Adventures: 45% afsláttur af sjóstangaveiðiferðum og lundaskoðunarferðum. Auk þess verður í boði ferðaleikurinn þeirra skemmtilegi þar sem heppinn vinningshafi fær sjóstangaveiði fyrir sig og fjölskylduna.

Sjóminjasafnið í Reykjavík:
2 fyrir 1 af aðgangseyrir frá kl. 17-21 og leiðsagnir fyrir fjölskylduna kl. 17-19. Í safnbúðinni verður 15% afsláttur. Komið og gerið góð kaup!

Sægreifinn: 15% afsláttur milli kl. 11:30 og 14 og á sama tíma mun harmónikkuleikarinn Þorvaldur Jónsson leika á nikkuna fyrir gesti.

Verbúð 11:
býður gestum upp á piparkökur, jólaglögg og fleira góðgæti.

Bryggjan Brugghús:
2 fyrir 1 af Brunch og öllum drykkjum(hefst 10:30 og er til 15:00). HappyHour til 19:00. Bergur Bruggmeistari verður á svæðinu frá 11-17 og situr fyrir svörum ásamt því að kynna brugghúsið.

Ísbúðin Valdís: Fjölbreytt úrval jólaísa í tilefni Litlu Jólanna á höfninni!

Bergsson RE: Jólabröns á hlaðborði frá kl. 11:00-16:00.

Laugardagurinn 5. desember er Langur laugardagur markar fyrstu sameiginlegu litlu jólin við Gömlu höfn og Granda.

Endilega láttu sjá þig!

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í samtökin

Skrá mig í samtökin

Skrá fyrirtæki