Miðborgin hefur sjaldan, ef nokkurn tíma, verið jafn fallega skreytt og hátíðlega lýst og um nýafstaðin jól. Starfsmenn Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur eru nú í óða önn að fjarlægja jólabjöllurnar og skreytingarnar sem settu svo skemmtilegan blæ á miðborgina. Hins vegar hefur verið ákveðið að jólaseríurnar verði ekki fjarlægðar fyrr en að Vetrarhátíð afstaðinni, en hún verður um miðjan febrúar. Þannig helst viss hátíðarblær og birta í miðborginni sem vissulega er þakklátt í skammdeginu.