Ljósin lifa fram yfir Vetrarhátíð

10 janúar, 2013 Fréttir

 

Miðborgin hefur sjaldan, ef nokkurn tíma, verið jafn fallega skreytt og hátíðlega lýst og um nýafstaðin jól. Starfsmenn Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur eru nú í óða önn að fjarlægja jólabjöllurnar og skreytingarnar sem settu svo skemmtilegan blæ á miðborgina. Hins vegar hefur verið ákveðið að jólaseríurnar verði ekki fjarlægðar fyrr en að Vetrarhátíð afstaðinni, en hún verður um miðjan febrúar. Þannig helst viss hátíðarblær og birta í miðborginni sem vissulega er þakklátt í skammdeginu.

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá fyrirtæki