Löng röð í vöfflur hjá borgarstjóra

unnamed
Venju samkvæmt buðu borgarstjórahjónin Dagur B. Eggertsson og Arna Dögg Einarsdóttir í vöfflukaffi en Höfuðborgarstofa sér um tíu heimilum í Þingholtunum fyrir hráefni í vöfflur í tilefni af Menningarnótt. Sumir gestgjafar bjóða uppá skemmtiatriði en aðrir láta vöfflurnar nægja. Um árabil hefur Dagur B. Eggertsson boðið heim til sín í vöfflukaffi og nýtur viðburðurinn mikilla vinsælda. Í ár var einnig fatamarkaður fyrir utan húsið sem gaf götumyndinni skemmtilegan blæ. Fyrr um daginn setti Dagur hátíðina við Veröld-hús Vigdísar, en rektor Háskóla Íslands vígði einnig torg byggingarinnar og Vigdís gróðursetti tré. Dagurinn hefur því verið annasamur hjá okkar ágæta borgarstjóra en eins og sjá má mynduðust langar raðir fyrir utan heimili hans á Óðinsgötunni.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.