Lyfja hefur opnað nýtt apótek við Hafnarstræti 19, í glæsilegu húsnæði í hjarta miðborgarinnar þar sem Ingibjörg Arnardóttir er vottaður lyfsali og umsjónamaður verslunar er Filipus Th. Ólafsson. Í þessu glæsilega endurreista húsi sem forðum hýsti Rammagerðina og er í dag bogalagað í austurátt – líkt og straujárn – opnaði fyrir skemmstu nýtt og veglegt Icelandair hótel sem ber nafnið Reykjavík Konsúlat.
Vöruframboð Lyfju í Hafnarstrætinu miðar að því að sinna þörfum íbúa miðborgarinnar jafnhliða þeim fjölda ferðamanna sem þangað leggur leið sína á degi hverjum.
Fjölþætt úrval bætiefna einkennir lyfjaverslunina þar sem íslenskum vörum er gert hátt undir höfði. Þá eru náttúrulegar og lífrænar snyrtivörur í úrvali, sem og falleg gjafavara auk þess sem ferðamönnum eru tryggðar nauðsynjar á borð við tannkrem, sjampó og fleira í handhægum ferðaumbúðum.
Miðborgin okkar óskar Lyfju innilega til hamingju með þetta glæsilega nýja útibú í miðborginni.