Madison ilmhús opnar í Aðalstræti 9

Verslunin Madison ilmhús opnaði á dögunum að Aðalstræti 9 í Kvosinni. Madison er sérverslun með hágæða ilmefni og ilmvötn frá heimsþekktum framleiðendum sem flestir eiga það sameiginlegt að líta á ilmvatnsgerð sem listgrein.

Verslunin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á Íslandi.

Framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar leit þar við í dag ásamt deildarstjóra Kvosarinnar til að óska eigendunum Lísu Ólafsdóttur og Birgi Jónssyni til hamingju með verslunina og bjóða þau velkomin  í miðborgina.

madison5
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.