Madison ilmhús opnar í Aðalstræti 9

7 desember, 2013 Fréttir

Verslunin Madison ilmhús opnaði á dögunum að Aðalstræti 9 í Kvosinni. Madison er sérverslun með hágæða ilmefni og ilmvötn frá heimsþekktum framleiðendum sem flestir eiga það sameiginlegt að líta á ilmvatnsgerð sem listgrein.

Verslunin er sú fyrsta sinnar tegundar hér á Íslandi.

Framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar leit þar við í dag ásamt deildarstjóra Kvosarinnar til að óska eigendunum Lísu Ólafsdóttur og Birgi Jónssyni til hamingju með verslunina og bjóða þau velkomin  í miðborgina.

madison5
Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá fyrirtæki