Magnús G. Friðgeirsson formaður Miðborgarinnar okkar kvaddur með virktum og ný forysta tekin við

3 maí, 2015 Fréttir

Aðalfundur Miðborgarinnar okkar var haldinn að Hannesarholti fimmtudaginn 30.apríl.  Fundarstjóri var Gunnar Eydal og fundarritari Halla Bogadóttir.

Stjórnarformaðurinn Magnús Gunnlaugur Friðgeirsson flutti sína síðustu ársskýrslu á fundinum, þakkaði að því loknu fyrir sig og kvaddi. Hann hefur selt rekstur sinn í miðborginni og snúið sér að öðrum verkefnum. Var honum þökkuð farsæl forysta allt frá stofnun Miðborgarinnar okkar og afhent viðurkenning fyrir störf sín.

Öðrum fráfarandi deildarstjórum, deildarfulltrúuum og markaðsráðsfulltrúum voru þökkuð vel unnin störf og nýtt fólk boðið velkomið og því óskað velfarnaðar.

Áður auglýstar lagabreytingar voru einróma samþykktar en þær lúta að fjölga deildum miðborgarinnar úr sjö í átta, en frumkvæði þar að lútandi kom frá rekstraraðilum við Gömlu höfn og Granda þar sem mikil uppbygging og gróska á sér stað um þessar mundir.

Kynntar voru niðurstöður nýafstaðinnar skoðanakönnunar Gallup / Capacent er lúta að sumargötum og fundinum tilkynnt um breytingar frá áður kynntum áformum um að sumargötur skyldu hefjast 1.maí og standa til 1.október. Niðurstöður Borgarráðs að morgni sama dags og aðalfundur Miðborgarinnar okkar var haldinn var sú að koma til móts við niðurstöður könnunarinnar og hefja sumargötur 15.maí og ljúka 15.september.

Stjórn Miðborgarinnar okkar er nú þannig skipuð: Anna Kristín Magnúsdóttir, Guðrún Jóhannesdóttir, Tinna Brá Baldvinsdóttir, Frank Úlfar Michelsen, Jóhann Jónsson, Karl Jóhann Jóhannsson, Anna María Jónsdóttir og Guðbrandur Benediktsson.

Framkvæmdastjóri er Jakob Frímann Magnússon.

hannersarholt

Screen Shot 2015-05-03 at 21.40.33
Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá fyrirtæki