Með hækkandi sól fjölgar þeim augnablikum þar sem samspil sólarljóss og götumyndar hrífa vegfarendur í miðborginni.
Þessi ævintýralega mynd af Lækjargötunni í ljósaskiptunum sem tekin var af aðstoðarmanni rektors Háskóla Íslands, Magnúsi Lyngdal Magnússyni, hefur farið víða um samfélagsmiðlasíður borgarbúa á undanförnum dögum og verið deilt ótal sinnum, enda mótívið kunnugt borgarbúum og miðborgarunnendum og augnablikið sannarlega töfrandi.