Hljómsveitin Mammút mun á nýju ári flytja fyrir okkur ný, ókláruð og áður spiluð lög laugardaginn 9. janúar kl. 21:00 á skemmtistaðnum Húrra. Mammút var stofnuð sem stúlknatríó 2003 undir nafninu ROK. Mammút nafnið var þó tekið upp fljótlega og bættust þá strákarnir í hópinn. Mammút tók þátt í Músíktilraunum 2004 og bar sigur af hólmi. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu árið 2006 sem var samnefnd hljómsveitinni. Tónleikarnir byrja kl. 21:00 og mun hljómsveitin X HEART hita upp fyrir kvöldið. Frábær leið til þess að byrja nýja árið. Ekki missa af þessum frábæru tónleikum.
Staðsetning: Húrra, Tryggvagötu 22, 101 Reykjavík
Dagsetning og tími: Laug. 9. jan. kl. 21