Vetrarmatarmarkaður Íslands verður haldinn helgina 8 -9 mars á jarðhæð í Hörpu, þar sem íslenskar matarhetjur koma saman til að fagna gæðum og fjölbreytni matvæla. Viðburðurinn verður opinn frá kl. 11:00 til 17:00 báða daga og er aðgangur ókeypis.
Markaðurinn leggur áherslu á upplifun, uppruna og umhyggju, en það eru einkunnarorð Matarmarkaðar Íslands. Þar gefst gestum tækifæri til að kynnast beint þeim sem standa á bak við matvælaframleiðslu, allt frá smábændum til stórra matvælafyrirtækja. Þeir munu kynna og selja afurðir sínar, sem spanna allt frá sætu og seigu góðgæti yfir í safaríka og djarfa smakkbita.
Öll eru velkomin á markaðinn, og skipuleggjendur hvetja sérstaklega foreldra til að taka börnin með, enda er markmiðið að kynna næstu kynslóð neytenda fyrir einstökum hráefnum og matarhefðum Íslands.
„Matur er manns gaman!“ segja aðstandendur markaðarins og hvetja gesti til að upplifa bragðlaukaferðalag í hjarta borgarinnar.
Opnunartími:
Laugardagur 8. mars – 11:00
Sunnudagur 9. mars – 11:00