Matgæðingahátíðin Food and Fun 2013 er hafin í Reykjavík

Hin þekkta og vinsæla matgæðingahátíð Food and Fun er hafin í Reykjavík og nær til mikils fjölda bestu veitingahúsa borgarinnar. Það er Icelandair sem er helsti bakhjarl hátíðarinnar en þeir Baldvin Jónsson og Sigurður Hall áttu stóran þátt í að koma hátíðinni á fót og hafa starfað að viðhaldi hennar og framgangi allar götur síðan. Margir heimsþekktir kokkar taka þátt í hátíðinni sem lýkur með veglegri verðlaunahátíð 3.mars. Þessi árlega hátíð gefur Reykvíkingum kærkomið tækifæri til að kynnast nýjungum í hráefnisvali og matargerð.

support
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.