Menningardagur- og nótt

Laugardaginn 19.ágúst brestur á með hinni árlegu Menningarnótt í Reykjavík. Menningarnóttin hefst reyndar að morgni dags og lýkur fyrir miðnætti. Maraþonhlaup Íslandsbanka setur jafnan svip sinn á daginn, miðborgin verður að mestu lokuð almennri bílaumferð og frítt er í Strætó fyrir alla. Stórtónleikar verða að venju bæði í Hljómskálagarði og við Arnarhól. Akranes er gestabær Menningarnætur að þessu sinni og mun þess sjá stað í dagskrá sem er með allra fjölbreytilegasta móti að þessu sinni. Gott er að kynna sér dagskrána á : menningarnott.isScreen Shot 2017-08-18 at 16.27.15

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.