Framundan er einn af hápunktum ársins í miðborginni, sjálf Menningarnótt, sem haldin er í 20.sinn að þessu sinni og með tilheyrandi viðhöfn. Ísafjörður er í sértöku hlutverki sem hinn opinberi gestabær Reykjavíkur að þessu sinni og verða margir af bestu sonum og dætrum Ísafjarðar þátttakendur í dagskrá Menningarnætur, þ.m.t. Helgi björns og Mugison.
Bílaumferð verður að venju mjög takmörkuð í miðborginni á þessum Drottins degi, enda hefur yfirskriftin í gegnum tíðina ítrekað verið: “Gakktu í bæinn! “.
Allt um dagskrána og fyrirkomulagið má finna á : menningarnott.is