Miðborgarvaka á fimmtudag 22.maí!

Það er vor í lofti og líf í tuskum. N.k. fimmtudag, 22.maí verður haldin vegleg Miðborgarvaka í miðborg Reykjavíkur. Verslanir verða opnar til kl. 22:00 og fjölmargt skemmtilegt verður í boði: léttar veitingar hjá mörgum, lifandi tónlist hjá öðrum auk sértilboða og skemmtilegheita af ýmsum toga eins og vera ber á þessum iðandi árstíma.

Brúðkaup, fermingar, afmæli og útskriftir í flestöllum fjölskyldum og kjörið að sameina notalega kvöldstund í miðborginni og gjafakaup handa ástvinum. Setjast síðan og njóta veitinga á einhverjum hinna fjölmörgu veitingastaða miðborgarinnar, en alls eru á fjórða hundrað verslanir og veitingahús í miðborginni. Miðborgin verður á þessu ári viðkomustaður ellefuhundruð þúsund erlendra gesta auk hinna fjölmörgu Íslendinga sem leggja leið sína á þennan fjölfarnasta stað landsins oft í hverri viku.reykjavik laugavegur

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.