Miðborgarvaka á fimmtudaginn

Screen Shot 2016-05-17 at 14.16.53Hin árlega MIÐBORGARVAKA vorsins verður n.k. fimmtudag 19.maí til kl. 21:00. Undanfarin ár hefur þessi viðburður tekist einstaklega vel og rekstraraðilar miðborgarinnar nýtt daginn til að vekja athygli á tilteknum vörum, tilboðum og uppákomum. Listahátíð í Reykjavík hefst formlega um helgina og MIÐBORGARVAKAN hefur iðulega verið haldin í aðdraganda hennar þegar andi lista og menningar svífur yfir vötnunum. Opnuauglýsingar í Fréttablaðinu munu tilgreina séráherslur verslana og veitingahúsa í miðborginni. Þeim sem vilja birta sínar séráherslur í Fréttablaðinu er bent á að senda lógó og texta í síðasta lagi á hádegi miðvikudagsins á: [email protected]

Screen Shot 2016-05-17 at 14.10.33
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.