Airwaves hátíðin er hafin og þúsundir innlendra og erlendra gesta sækja miðborgina heim til að njóta tónlistar á helstu tónleikastöðum Reykjavíkur: Hörpunni, Listasafninu, Íslensku óperunni sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga í húsnæði Gamla Bíós við Ingólfstorg og fjölda annarra staða.
Undanfarin ár hefur verið efnt til Miðborgarvöku að vori og hausti. Miðborgarvaka haustsins er nú á fimmtudaginn 6.nóvember í miðri Airwaves-stemningu og verður opið til kl. 22:00 í verslunum og lengur hjá mörgum bæði verslunum og veitingahúsum.
Airwavesgestir hafa reynst mjög áhugasamir um íslenska hönnun og tísku og allir virðast keppast um að finna séríslenska vöru til að skarta á þessari mögnuðu tónlistarhátíð sem án vafa er þekktasta tónlistarhátíð Íslands um víða veröld.
Næg bílastæði og bílastæðahús er að finna í miðborginni og einnig er tilvalið að bregða undir sig betri fætinum og hreinlega ganga í bæinn.