Miðborgarvaka og Listahátíðarsetning miðvikudaginn 13.maí

09b6118c040bc092cc4b8810ecba5da7Miðvikudaginn 13.maí verður mikið um að vera í miðborginni. Listahátíð í Reykjavík verður sett í Safnahúsinu síðdegis og kl. 17:30 verður boðið upp á listrænt áhættuatriði utan á gömlu Moggahöllinni við Ingólfstorg er sérþjálfaðir dansarar stíga dans utan á húsinu háa.

Í beinu framhaldi hefst síðan glimarandi Miðborgarvaka þar sem verslanir verða opnar til kl. 22:00 með tilheyrandi stemningu. Víða verða í boði léttar veitingar, sértilboð eða tónlist af einhverjum toga.

Spáin er góð , a.m.k. tvær opnur munu prýða Fréttablaðið um vökuna og vafalítið ekki færri í miðborginni en á sl. ári þegar Listahátíð var sett með eftirminnilegum viðburði Högna Egilssonar á Tjarnarbrúnni á Skothúsvegi.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.