Hlaðborð menningar blasir við um allan bæ nú í kvöld. Tónleikar á hverju horni, verslanir með ýmsar uppákomur, afslætti og veitingar. Miðbærinn iðar sem aldrei fyrr og straumur fólks hefur lagt leið sína þangað í allan dag. Þetta er stemmning sem enginn skyldi láta fram hjá sér fara , enda er úr nógu að velja.Við litum inn hjá Mál og Menningu í kvöld þar sem Hugleikur Dagsson var með útgáfuteiti tengt nýjustu bók sinni.