Mikil stemning í Jólabænum á Ingólfstorgi og á viðburðasviðunum í miðborginni

Mikill fjöldi hefur þegar heimsótt Jólabæinn á Ingólfstorgi sem var formlega opnaður af Jóni Gnarr borgarstjóra sl. föstudag. Feðgarnir Garðar Cortes og Garðar Thór Cortes sungu jólalög, Grýla og Reyndar spjölluðu við krakkana og sönghópurinn Kvika hélt tónleika á viðburðasviði Jólabæjarins. Þá var mikið um að vera á viðburðasviðunum á Skólatorgi á horni Skólavörðustígs og Ingólfsstrætis, á Laugatorgi á við Kjörgarð og á Hlemmi, en þar lék hljómsveitin Retro Stefson við mikinn fögnuð viðstaddra.

Viðburðahald verður á öllum viðburðasviðunum alla daga til jóla og er gerð grein fyrir umræddum viðburðum á sérstökum skiltum við sviðin.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.