Mikilvægt að fjölbreytni þjónustu í miðbænum haldi sér

Ásmund Jónsson þarf vart að kynna fyrir reykvískum tónlistarunnendum en í meira en fjóra áratugi hefur hann verið virkur þátttakandi íslensku tónlistarlífi, sem plötubúðareigandi, útgefandi Ásmundur er ýmist kallaður Ási í Gramminu eða Ási í Smekkleysu, en fer það svolítið eftir kynslóðum, því útgáfan og tónlistarverslunin Gramm sem Ásmundur átti þátt í að stofna árið 1981 var vísir að Smekkleysu sem er og heitir í dag. En Ásmundur er framkvæmdastjóri Smekkleysu. Jólavertíðin er á næsta leiti og er hún að sögn Ása í undirbúningi allt árið:

unnamed-3

,,Það sem hefur breyst er að sumarið er orðið mjög sterkt hér allavega á þessu miðbæjarsvæði, þá í tengslum við ferðamennskuna. En á sama tíma hefur kannski jólasalan hlutfallslega minnkað vegna stafrænu byltingarinnar. Við erum að horfa á allt annað munstur þegar við erum að huga að fyrirbærinu tónlistargjöf. Hún er orðin víðtækari; til dæmis er orðið mun meira um að fólk sé að gefa miða á tónleika og viðburði sem ég held að sé mjög mikilvægt.  En annað sem er er ákveðinn styrkur i, sem við höfum lagt upp með í Smekkleysubúðinni, er LP platan, sem hefur snúið aftur og hún er að festa sig æ meira í sessi sem gólagjöf. Enda varanlegri gripur en geisladiskurinn og pakkinn stærri og skemmtilegri. “

Í ljósi breyttra tíma hefur hljómplötuverslunum fækkað svo um munar. Reyndar hafa komist á laggir nýjar verslanir, með notaðar og nýjar plötur í bland, t.d. Lucky records,  sem Ási lítur á sem jákvæða viðbót við flóruna. En hvað plötubúðir í hefðbundnum skilningi orðsins það eru eiginlega bara Smekkleysa, 12 tónar og Penninn á Akureyri sem standa eftir.

,, Þótt umhverfið hafi breyst er alltaf jafn gaman að standa í þessu því tónlistin er svo gefandi. Í þau 40 ár sem ég hef starfað á þessu sviði hafa verslanirnar allar verið viðloðandi miðbæinn og þess vegna kann ég mjög vel við mig þar sem Smekkleysubúðin eru staðsett núna á Laugarveginum. Um leið og plötuverslanir fara út fyrir miðbæjarkjarnann verða þær að sérverslunum, meðan það er  reglulegt stopp á bæjarrölti fólks að koma við í plötubúðum á Laugarvegi og Skólavörðustíg. Ferðamennskan hefur á stóran hlut í að byggja upp verslunina á undanförnum árum og ég held að það sé mikilvægt, ekki bara fyrir ferðamennina, heldur fyrir íbúa borgarinnar að fjölbreytni þjónustu í miðbænum haldi sér. Og það hefur tekist ágætlega “

Tónleikastaðir sem um tíma fór fækkandi í borginni en undanfarin ár hefur verið vöxtur í rekstri tónleikastaða. Náttúrulega tónlistarhúsið, og svo Gamla bíó, Mengi og fleiri staðir sem hafa sprottið upp á síðustu árum.

,,Svo eru það náttúrulega þessar hátíðir eins og Airwaves sem hafa náð að skapa þetta off venue concept. Það hefur gert hátíðina svo miklu stærri því fólk er að sækja tónlistarviðburði frá hádegi fram yfir miðnætti svo mannlífið verður svo skemmtilegt í miðbænum þegar það er svona lifandi allan daginn. En fyrir utan festivölin er allan ársins hring ótrúlegt framboð af tónleikum svo lifandi tónlist er í miklum vexti í Reykjavík. Og viðburðirnir vel sóttir. Ég fór á ferna mjög ólíka tónleika í síðustu viku og þeir voru allir ótrúlega vel sóttir. ”

Já Airwaves hátíðin er einmitt að fara af stað í vikunni, og er hátíðin alltaf sérlegt tilhlökkunarefni hjá Ása. Þá er líf og fjör í bænum og stanslaust rennerí í Smekkleysubúðinni.

,, Mér finnst ég alltaf upplifa eitthvað áhugavert á Airwaves. Þetta árið er ég mjög spenntur fyrir að sjá Ariel Pink. Það var ein af mínum uppáhalds plötum frá árinu í fyrra.  Nýjir og upprennandi listamenn hafa verið í forgrunni á hátíðinni, en Ariel Pink er búinn að vera að í einhver tíu, tólf ár og margar plötur liggja á bak við hann og þessi síðasta er alveg frábær. Svo hlakka ég til að sjá Fufano sem er svona það band sem hefur verið að skjótast hvað hraðast upp á sjónarsviðið. En þess fyrir utan eru þetta í ár eitthvað um 50 bönd sem ég ætla að reyna að sjá.”

Þá látum við hér gott heita og óskum Ása gleðilegrar Airwaves hátíðar og þökkum kærlega fyrir spjallið.

 

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.