Miyakodori “pop-up” á OTO.

OTO x Miyakodori frá Stokkhólmi setja upp einstakan “pop-up” viðburð 1. og 2. nóvember á veitingastaðnum OTO í miðborginni.

Hvað er Miyakodori?

Miyakodori er yakitori veitingastaður og izakaya* staðsett í hjarta Stokkhólms. Matreiðslumennirnir Lars Brennwald, John Forssell og Max Westerlund Inazawa eiga og reka staðinn saman.


Eftir langan tíma í faginu og eftir að hafa unnið á veitingastöðum bæði afslappaðri kantinum sem og á fínni veitingastöðum eins og t.d. Frantzén sem er með Michelin stjörnur og á hinu virta steikhúsi AG, fannst þeim að tími væri kominn til að opna sinn eigin stað og opnuðu þeir Miyakodori árið 2022.

Undirstaða Miyakodori veitingastaðarins felst í ást á japanskri menningu, izakaya stemningu og listinni að gera yakitori (japönsk grillspjót). Með þessari undirstöðu og “fine dining” reynslu eigandanna að baki leggja þeir sig fram við að skapa nýja og spennandi matarupplifun á staðnum sínum í Stokkhólmi.

Nafnið, Miyakodori, erfðu þeir með miklu stolti frá þriðju kynslóð yakitori izakaya, í Kawasaki fyrir utan Tókýó, sem opnaði á fimmta áratugnum og ber sama nafn.

*izakaya mjög lauslega þýtt þýðir japanskur pöbb eða óformlegur veitingastaður þar sem fólk hittist til að njóta drykkja og smárétta til að deila.

Verð: 17.900 pr. gest. (aðeins sérmatseðill í boði þessa dagana

Bóka borð hér:

Matseðill birtur bráðum!


** Fyrir þennan tiltekna viðburð getum við því miður ekki komið til móts við ofnæmi / óþol / grænmetisætur / grænkera** Fyrir þennan viðburð er 8.000 kr. no show gjald per gest.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.