Móður & mistur í miðborginni
5 desember, 2013 FréttirMiðborgin státar af fjölmörgum listasöfnum og galleríum. Nýjar listsýningar spretta upp í hverri viku. Sköpunargleði Íslendinga blómstrar sem aldrei fyrr og lífið í borginni nýtur góðs af. Listakonan Ziska (Harpa Einars) opnaði sýningu sína Móður & mistur sl. fimmtudagskvöld í Gallerí Bakarí, að Bergstaðastræti 14. Sýningin verður opin til 16. desember.
