Mokka sýnir Ljón á veginum til miðvikudags

Ljósmyndasýning Ragnheiðar Pálsdóttur, skrásetning á ljónastyttum á suðvestur horni Íslands er enn á Mokka en lýkur miðvikudaginn 9.mars

Screen Shot 2016-03-08 at 12.14.20

Screen Shot 2016-03-08 at 12.10.26.

Myndirnar eru teknar á árinu 2015 á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.
Ragnheiður fæddist í Reykjavík árið 1976 og hefur tekið myndir frá barnsaldri.

Mokka var stofnsett árið 1958 af þeim sómahjónum Guðnýju Guðjónsdóttur og Guðmundi Baldvinssyni og er staðurinn enn í eigu sömu fjölskyldu. Hann er að mestu óbreyttur frá því að hann var opnaður og er fastur punktur í tilveru margra sem hafa sótt hann reglubundið áratugum saman.

Staðsetning: Mokka kaffi, Skólavörðustíg 3a, 101 Reykjavík

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík