Það fer ekki framhjá neinum sem á ferð um miðborgina að líf og litir setja svip sinn á hverfið og allt skín svo auðvitað og glitrar skærar fyrir tilstuðlan blessaðrar sólarinnar. Laugavegurinn hefur verið málaður í skærum litum á neðsta hluta þar sem Sumargötur eru frá hádegi sérhvern dag.
Neðst á Skólavörðustíg hafa rekstraraðilar komið upp aðstöðu til myndlistariðkunar og sýninga, og hefur yngsta kynslóðin verið einkar iðin við að sækja sér pappír og liti og hengja síðan afraksturinn upp á þartilgerð sýningarskilti.
Þessi myndlistarsýning undir berum himni er því síbreytileg og kvik.