Myndlistarsýningin Land og Loft

Listamaðurinn Þorgrímur Andri Einarsson opnar sýninguna “Land og loft” í Gallerí Fold laugardaginn 29. október.

Í sýningunni Land og loft er landslagið, hesturinn og fuglinn í sínu náttúrulega umhverfi í forgrunni. Þetta eru olíuverk sem eru unnin á árinu 2016 og endurspegla hugleiðingar listamannsins á líðandi ári.

Hvatinn að verkum Þorgríms kemur úr mörgum og ólíkum áttum en þrátt fyrir það má merkja ákveðin þemu í þeim sem eiga rót sína að rekja til landslagsmálverksins. Hann vinnur verk sín með ,,Alla Prima” aðferðinni og leggur áherslu á nákvæma teikningu, tóna og litasamsetningu. Þegar færi gefst kýs hann að vinna utandyra, í því skyni að fanga viðfangið á trúverðugan hátt án þess að tapa huglægum áhrifamætti þess.

Sýningartímar eru frá: 29. okt – 11. nóv. á virkum dögum frá: kl. 10:00 – 18:00 og á laugardögum frá: kl. 11:00 – 16:00

Staðsetning: Gallerí Fold Rauðarárstígur 14, 101 Reykjavík

Sími: 551-0400

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.