Myrkir músíkdagar á næsta leiti

Screen Shot 2016-01-15 at 17.53.30Einni elstu og rótgrónustu tónlistarhátið landsins, Myrkum músíkdögum, verður hleypt af stokkunum þann 28. janúar. næstkomandi. En árlega síðan 1980 hefur þessi framsækna hátíð, sem stofnuð var af Tónskáldafélagi Íslands, veitt birtu í huga áhorfenda í svartasta skammdeginu. Áherslan í ár eru áhugaverðir og skemmtilegir tónleikar og eru frumflutningar í meirihluta þeirra verka sem flutt verða. Dagskráin er fjölbreytt, allt frá einleikstónleikum píanóleikarans Eddu Erlendsdóttur og orgeltónleika Guðnýjar Einarsdóttur til norsk/franska spunakvartettsins Dans les abres. Árlegir tónleikar Caput hópsins, Kammersveitar Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Nordic Affect verða á sínum stað, en þess ber að geta að nýjasta plata Nordic Affect, Clockworking, með með tónsmíðum íslenskra kvenna, hefur undanfarið hlotið frábærar móttökur og fádæma lof gagnrýnenda hvaðanæva ytra.

Hina frábæru dagskrá má nálgast hér:
http://www.darkmusicdays.is/dagskra/

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík