Myrkir músíkdagar að hefjast

25 janúar, 2017 Fréttir
static1.squarespace

Myrkir músíkdagar hófust í gær með tónleikum Þórönnu Daggar Björnsdóttur í Mengi. Tónleikar Þórönnu voru einskonar upptaktur að hátíðinni sem sett verður á morgun en einnig var í forhátíðardagskránni málstofa um stöðu íslenskrar hljómsveitartónlistar á 21. öld í Kaldalóni og tónleikar Eddu Erlendsdóttur þar sem hún flutti verkið Yrkjum fyrir flygil og rauntímahljóðvinnslu eftir son sinn Tómas Manoury. Myrkir músíkdagar er ein elsta tónlistarhátíð landsins, stofnuð 1980 af Tónskáldafélagi Íslands sem vettvangur fyrir íslensk tónskáld til að fá verk sín flutt. Tilgangur hátíðarinnar er að flytja og kynna samtímatónlist með áherslu á nýja, íslenska tónlist. Staðarhópur Myrkra músíkdaga í ár er Nordic Affect en hópurinn er þekktur fyrir einstaka listræna sýn sem hefur aflað honum viðurkenningar á alþjóðavettvangi. Setningarathöfn háíðarinnar verður í Hörpu á morgun en af viðburðunum sem eru í vændum mætti helst nefna tónleika Adapter, tónleika til heiðurs Emil Thoroddsen og Robert Dick & Ursel Schlicht Duo. Listrænn stjórnandi Myrkra músíkdaga er Gunnar Karel Máson.

Dagskrá Myrkra músíkdaga má nálgast hér:

http://www.darkmusicdays.is/dagsrk-program/

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá fyrirtæki