Novasvellið er opið

unnamed-1

Nova í samstarfi við Reykjavíkurborg og Samsung opnaði skautasvell á Ingólfstorgi þann 1. desember eins og í fyrra. Ingólfstorg umbreytist því í Ingólfssvell. Jólaþorp er í kringum Ingólfssvellið þar sem hægt er að versla m.a. veitingar og útivistarfatnað. Jólaskreytingar og jólatónlist sjá svo um að skapa rétta jólaandann. Enginn aðgangsaeyrir er á svellið en hægt er að leigja saman skauta og hjálm fyrir kr. 990 kr./klst, 790 kr./klst ef borgað er með AUR appinu og barnagrindur fyrir kr. 990. Miðborgin okkar hvetur fólk til að nýta sér þetta skemmtilega tækifæri til að bregða sér á skauta.
Opnunartími er frá kl 12:00 til 22:00 alla daga til og með 1. janúar.

Kvosin í samstarfi við Nóa Siríus og Vilko, Drunk Rabbit, Hamborgarafabrikkuna og o.fl. verða við svellið, en jólaþorp umlykur svellið þar sem hægt er að versla mat og drykk.  

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík