Nova í samstarfi við Reykjavíkurborg og Samsung opnaði skautasvell á Ingólfstorgi þann 1. desember eins og í fyrra. Ingólfstorg umbreytist því í Ingólfssvell. Jólaþorp er í kringum Ingólfssvellið þar sem hægt er að versla m.a. veitingar og útivistarfatnað. Jólaskreytingar og jólatónlist sjá svo um að skapa rétta jólaandann. Enginn aðgangsaeyrir er á svellið en hægt er að leigja saman skauta og hjálm fyrir kr. 990 kr./klst, 790 kr./klst ef borgað er með AUR appinu og barnagrindur fyrir kr. 990. Miðborgin okkar hvetur fólk til að nýta sér þetta skemmtilega tækifæri til að bregða sér á skauta.
Opnunartími er frá kl 12:00 til 22:00 alla daga til og með 1. janúar.
Kvosin í samstarfi við Nóa Siríus og Vilko, Drunk Rabbit, Hamborgarafabrikkuna og o.fl. verða við svellið, en jólaþorp umlykur svellið þar sem hægt er að versla mat og drykk.