Núningur vegna þrengingar hvalaskoðunarsvæðis á Faxaflóa
8 júlí, 2013 FréttirSamtök ferðaþjónustunnar fordæmaákvörðun sjávarútvegsráðherra að minnka hvalaskoðunarsvæðið í Faxaflóaán samráðs við hvalaskoðunarsamtökin og Samtök ferðaþjónustunnar. Hvalaskoðun er stærsta auðlind ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu með árlega veltu upp á tæpan milljarð og skapar í umhverfi sínu hundruð starfa. Með ákvörðun sjávarútvegsráðherra er hagsmunum og framtíð greinarinnar fórnað fyrir sérhagsmuni örfárra einstaklinga sem hafa takmarkaðar tekjur af hrefnuveiðum, segir í tilkynningu frá samtökunum.
„Í áliti nefndar um stefnumörkun í hvalveiðimálum, sem skipuð var af fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, kemur fram að meirihluti hennar telji ljóst að umfang hvalaskoðunar og þjóðhagslegt mikilvægi hennar hafi aukist á undanförnum árum og mikilvægt sé að umgjörð hvalaskoðunar og hvalveiða sé með þeim hætti að ásættanlegt teljist fyrir báðar atvinnugreinar,“ segir m.a. í tilkynningunni.

SAF krefjast þess að hvalaskoðunarsvæðið við Faxaflóa verði nú þegar fært til fyrra horfs.