Nýjar reglur kynntar um götuskilti og útstillingar

Kynningarfundur fyrir hagsmunaaðila um drög að reglum um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar kl. 16-17 í Borgartúni 12 á sjöundu hæð í Kerhólum.
 
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir frá verkfræðistofunni Eflu vann reglurnar með okkur og byrjar hún fundinn á kynningu og í kjölfarið verða umræður.
 
Drögin að reglunum eru hér í frétt á Reykjavik.is

http://reykjavik.is/frettir/reglur-um-afnot-af-borgarlandi-vegna-skilta-og-utstillinga
 

Markmið reglnanna er að:
• Tryggja aðgengi og öryggi allra sem ferðast um borgarlandið.
• Tryggja samræmd vinnubrögð þegar óskað er eftir afnotum af borgarlandi fyrir skilti og
• Útstillingar, til lengri eða skemmri tíma.
• Einfalda og skýra þær reglur sem gilda um skilti og útstillingar í borgarlandinu.
• Gæta og varðveita ásýnd borgarinnar.
 
Reglurnar gilda um skilti á borgarlandinu sem og útstillingar. Með útstillingum er átt við t.d. fataslár, borð, blómaker, skilveggi og annað sem notað er í tengslum við verslun og þjónustu. Hér er ekki átt við útiveitingasvæði. Um útiveitingar gilda sérstakar reglur háðar útiveitingaleyfum.

Óskað er eftir skriflegum athugasemdum til 27. febrúar á netfangið [email protected]
 
Hgasmunaaðilar eru hvattir til að mæta og kynna sér málin þann 23.febrúar n.k.kl. 16:00 að Kerhólum, á 7.hæð Höfðatorgshússins að Borgartúni 12.Screen Shot 2017-02-21 at 22.06.14
 

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.