Nýjar reglur kynntar um götuskilti og útstillingar

21 febrúar, 2017 Fréttir

Kynningarfundur fyrir hagsmunaaðila um drög að reglum um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar kl. 16-17 í Borgartúni 12 á sjöundu hæð í Kerhólum.
 
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir frá verkfræðistofunni Eflu vann reglurnar með okkur og byrjar hún fundinn á kynningu og í kjölfarið verða umræður.
 
Drögin að reglunum eru hér í frétt á Reykjavik.is

http://reykjavik.is/frettir/reglur-um-afnot-af-borgarlandi-vegna-skilta-og-utstillinga
 

Markmið reglnanna er að:
• Tryggja aðgengi og öryggi allra sem ferðast um borgarlandið.
• Tryggja samræmd vinnubrögð þegar óskað er eftir afnotum af borgarlandi fyrir skilti og
• Útstillingar, til lengri eða skemmri tíma.
• Einfalda og skýra þær reglur sem gilda um skilti og útstillingar í borgarlandinu.
• Gæta og varðveita ásýnd borgarinnar.
 
Reglurnar gilda um skilti á borgarlandinu sem og útstillingar. Með útstillingum er átt við t.d. fataslár, borð, blómaker, skilveggi og annað sem notað er í tengslum við verslun og þjónustu. Hér er ekki átt við útiveitingasvæði. Um útiveitingar gilda sérstakar reglur háðar útiveitingaleyfum.

Óskað er eftir skriflegum athugasemdum til 27. febrúar á netfangið [email protected]
 
Hgasmunaaðilar eru hvattir til að mæta og kynna sér málin þann 23.febrúar n.k.kl. 16:00 að Kerhólum, á 7.hæð Höfðatorgshússins að Borgartúni 12.Screen Shot 2017-02-21 at 22.06.14
 

Vinna með okkur

Vinna með okkur

Hafa Samband
Eða
Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá mig í markaðsfélagið

Skrá fyrirtæki