Nýnemar tolleraðir við MR í dag

tollering

Það setur ætið skemmtilegan svip á lækjargötuna þegar nýnemar eru tolleraðir í MR af grímuklæddum eldri bekkingum. Tolleringin, sem löng hefð er fyrir felst í því að nýnemum nýnemunum er hent ítrekað hátt í loft upp af hópi eldri nemenda. Frekari busavígslur lögðust af fyrir nokkrum árum en þó var ákveðið að halda í þessa hefð. Enda er nær lagi að kalla tolleringarnar nýnemahyllingu heldur en busavígslu. Í daglegu lífi tengjast tolleringar enda ávallt fögnuði og gleði. Til dæmis fagna íþróttalið sigrum í mikilvægum leikjum eða keppnum með því að tollera þjálfara sína. Að tolleringunni sjálfri lokinni er svo nýnemunum boðið uppá köku og mjólk og þeir boðnir velkomnir af formönnum nemendafélaga skólans. Að kvöldi er svo nýnemadansleikur Skólafélagsins svo ætla má að dagurinn sé hinn ánægjulegasti fyrir nýnemana. Miðborgin okkar gradulerar!

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík