Nýr kaffi- og veitingastaður Frú Laugu í Listasafni Reykjavíkur

13669006_10154293936853398_6353124688670395833_n

Veitingarýmið á annarri hæð Listasafns Reykjavíkur hefur gengið í endurnýjun lífdaga, en Frú Lauga hefur nú opnað þar nýjan kaffi- og veitingastað. Frú Lauga er fyrir löngu orðin rótgróin stofnun í borginni þar sem sælkerar sækja sér ferska matvöru beint frá býli, auk fjölbreytilegs góðgætis frá meginlandin. Í matstofu Frú Laugu í Hafnarhúsinu er boðið uppá heilsusamlega rétti úr gæðahráefni og ítölsk náttúruvín. Kaffið er lífrænt og ljúffengar kökur eru líka á boðstolnum með því. Opnunartíminn í matstofunni er 10:00-17:00 alla daga, auk þess sem á fimmtudögum eru vínkvöld þar sem hægt er að smakka á úrvali þeirra vín- og bjórtegundum sem Frú Lauga flytur inn og gleðja bragðlaukana enn frekar með spennandi osta- og salamíbökkum. Á fimmtudagskvöldum er opnunartíminn þess vegna lengri, eða til 22:00. Miðborgin Okkar fagnar þessari nýbreytni og óskar Frú Laugu til hamingju með opnunina.

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.