Óðum styttist í Tískuvöku

Framundan er hinn árlegi Hönnunarmars, nú viðameiri og glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Hann hefst fimmtudaginn 27.mars. Jafnframt verður Reykjavik Fashion Festival sett sama dag og nær pápunkti með veglegum tískusýningum laugardaginn 29.mars í Hörpu.

Fimmtudagskvöldið 27.mars verður hina árlega Tískuvaka í miðborginni og opið í verslunum til 22:00 um kvöldið. Verslanir miðborgarinnar ætla að bjóða upp á sértilboð, léttar veitingar og stemningu líkt og undanfarin ár.

Tískuvakan er byggð á Fashion Night Out , en það er hugmynd sem fæddist á  tískuvikunni í París og var síðan útfærð enn frekar í New York.

Umtalsverður fjöldi erlendra gesta mun sækja Hönnunarmars og Reykjavik Fashion festival að þessu sinni.FashionsNightOut-TheUrbanPrinceCatwalk1

Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.
© 2023 Miðborgin Reykjavík - Allur réttur áskilinn - Bankastræti 5, 101 Reykjavík
Miðborgin Reykjavík er samstarfsvettvangur rekstraraðila í miðborginni.